Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Yfir milljón ný kórónuveirutilfelli síðustu daga

epa08441846 The Holy Mass celebrated in the Santa Maria Ausiliatrice's basilica where the rules of social distancing were observed to prevent the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus that causes the COVID-19 disease, Turin, Italy, 24 May 2020.  EPA-EFE/TINO ROMANO
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Þekkt tilfelli Covid-19 á heimsvísu eru nú komin yfir 18 milljónir að sögn AFP fréttastofunnar sem hefur það eftir opinberum heimildum.

Tölurnar koma frá yfirvöldum hvers ríkis fyrir sig auk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Talið er líklegt að opinberar tölur sýni aðeins brot af því sem raunverulega er að gerast.

Í mörgum löndum beinist skimun aðeins að því fólki sem er með auðsæ einkenni eða jafnvel aðeins því sem verst er haldið. Tilfellum fjölgar nú mjög hratt nánast um allan heim.

Á síðustu fjórum dögum hefur yfir milljón nýrra tilfella bæst við. Bandaríkin, Brasilía og Indland eru þau ríki sem hafa orðið verst úti. Ríflega helmingur allra skráða kórónuveirusmita er í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og á Karíbahafssvæðinu.