Upphaf Frakklandshjólreiðanna ekki í Danmörku 2021

epa08337450 (FILE) - Colombia's Egan Bernal (C) of Team Ineos wears the overall leader's yellow jersey during the 21st and final stage of the 106th edition of the Tour de France cycling race over 128km between Rambouillet and the Champs Elysees in Paris, France, 28 July 2019, re-issued 01 April 2020. As media reports, vice president of the World Cycling Association UCI, Renato Di Rocco said, the start of the Tour de France 2020 might be postponed to either 01 July, 15th July or 01 of August, but the TDF should take place due to the financial importance for the teams, and that the organizers want to wait with a decision until 15 May.  EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO
 Mynd: EPA

Upphaf Frakklandshjólreiðanna ekki í Danmörku 2021

03.08.2020 - 12:58
Endanleg ákvörðun hefur verið tekin um það að hefja ekki Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France í Danmörku næsta sumar eins og til stóð. Stefnt er þó að því að keppnin verði ræst í Kaupmannahöfn árið 2022.

Ástæðan fyrir því að ekki er unnt að láta hjólreiðamennina hjóla um götur Kaupmannahafnar á næsta ári er sú að keppnin skarast á við EM karla í fótbolta. Upphaflega áttu Frakklandshjólreiðarnar 2021 að standa yfir frá 2. - 25. júlí 2021, en keppni var flýtt eftir að Ólympíuleikarnir í Tókýó voru færðir til sumarsins 2021. Hjólreiðakeppni næsta árs mun því hefjast 26. júní og standa yfir til 18. júlí.

Þá verður hins vegar EM í fótbolta (sem líka var frestað frá 2020 til 2021). Af öryggisástæðum þykir ekki vænlegt að hafa leiki á EM í Kaupmannahöfn og að hjólreiðamenn Frakklandshjólreiðanna hjóli í gegnum borgina á sama tíma. Því hefur öllum plönum næsta árs með Danmörku og hjólreiðamótið verið slegið á frest. Stefnt er þó að því að Frakklandshjólreiðarnar 2022 muni hefjast í Kaupmannahöfn.

Í ár átti keppnin að fara fram í júlí, en vegna COVID-19 var henni frestað fram á haust. Hún mun hefjast í Nice 29. ágúst og lýkur venju samkvæmt í París. Loka dagleiðin verður hjóluð 20. september.