
Sex ára safna fé til aðstoðar Jemenum
BBC segir frá. Ayaan and Mikaeel eru sex ára og bestu vinir. Þeir búa í Redbridge hverfinu í austurhluta Lundúnaborgar og þegar þeir komust að þvi hvernig ástandið væri í Jemen ákváðu þeir að gera eitthvað í málinu.
Borgarastyrjöld braust þar út árið 2015, sem rekja má til arabíska vorsins svokallaða. Fjöldamótmæli brutust út í landinu gegn stjórn þáverandi forseta Ali Abdullah Saleh.
Saleh var hrakinn frá völdum og Abdrabbuh Mansur Hadi var kosinn forseti árið 2012. Hútar sem eru samtök síja-múslíma í Jemen gerðu uppreisn gegn honum og lögðu höfuðborgina Sana undir sig í janúar 2015.
Síðan þá hefur geysað borgarastyrjöld í Jemen, tugir þúsunda hafa látist og um 80% landsmanna þurfa á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af. Að mati Unicef er óvíða verra ástand í heiminum af völdum stríðsátaka en í Jemen.
Nú hefur vinunum tveimur, með dyggum stuðningi nágranna sinna og vina, tekist að safna 37 þúsund sterlingspundum eða sem nemur ríflega 6,5 milljónum íslenskra króna.