Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Níu COVID-19 verkefni hjá slökkviliðinu í nótt

03.08.2020 - 08:09
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Talsverður erill var hjá slökkviiliði höfuðborgarsvæðisins í nótt sem þurfti meðal annars að fara í níu COVID-19 flutninga. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er farið í slíkt ferli ef grunur er um að viðkomandi sé smitaður eða sé smitaður en glímir við önnur heilsufarsleg vandamál.

Þá taka gildi sérstakir verkferlar til að koma í veg fyrir smit, meðal annars þarf að þrífa og sótthreinsa allan búnað og ökutæki.

72 eru í einangrun á Íslandi með virkt COVID-19 smit og hafa ekki verið fleiri síðan í lok apríl.  569 eru í sóttkví og einn er á sjúkrahúsi.  

Alls hafa 1.907 greinst með kórónuveiruna hér á land. Á covid.is kemur fram að ekki hafi tekist að rekja uppruna 11 nýrra innanlandssmita.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV