Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Microsoft til viðræðna við TikTok að nýju

epa08516566 A woman opens the Chinese video-sharing app TikTok on her smartphone, in Bhopal, central India, 29 June 2020. India's national government in New Delhi has announced it is banning 59 Chinese phone applications ? including the increasingly-popular apps TikTok, Helo and WeChat ? citing national security concerns. The decision comes amid India's ongoing territorial dispute with China in the Galwan valley of the eastern Himalayan region of Ladakh.  EPA-EFE/SANJEEV GUPTA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Microsoft hyggst halda áfram viðræðum um kaup á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum.

Sú ákvörðun var tekin í kjölfar fundar Satyu Nadella stjórnarformanns fyrirtækisins með Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Trump hótaði fyrir skemmstu að banna smáforritið í Bandaríkjunum vegna mögulegs öryggisleka og meintra njósna Kínastjórnar í gegnum það. Hann hefur verið rækilega studdur af Mike Pompeo utanríkisráðherra.

Stjórnendur Microsoft slógu viðræðum við TikTok á frest eftir að tíðindi bárust af fyrirætlunum forsetans.