Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Isaias færist í aukana

epa01091179 A 20-foot wave crashes on a reef at Pohoiki on the Puna coastline in Hilo, Hawaii, USA as swells generated by Hurricane Flossie begin to hit Hawaii 14 August 2007. The category two storm is expected to pass just south of the Hawaiian Islands
 Mynd: EPA
Hitabeltisstormurinn Isaias sækir nú í sig veðrið efir að hafa farið yfir Flórída án þess að valda teljandi tjóni.

Stormurinn nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna og geysist í átt að Norður- og Suður-Karólínu.

Áætlað er að bæta muni í hraðann á næstu klukkustundum og að stormurinn hafi náð styrk fellibyls þegar hann gengur yfir landið. Fellibylnum fylgir úrhellisrigning og flóðbylgjur.

Íbúar í þeim ríkjum sem Isaias fer yfir eru hvattir til að grípa til nauðsynlegra varúðarráðstafana til að forðast eignatjón og lífshættu.

Að minnsta kosti einn er látinn á Púertó Ríkó af völdum Isaiasar og á Bahamaeyjum olli hann flóðum og felldi tré.