Wilford Brimley er látinn

epa01214066 US actor Wilford Brimley listens as Arizona Senator and Republican presidential hopeful John McCain (not pictured) speaks to a crowd gathered at the Hudson VFW Post in Hudson, New Hampshire, USA, 04 January 2008.  The first-in-the-nation New Hampshire Primary will be held on 08 January.  EPA/MATT CAMPBELL
 Mynd: Matt Campbell - EPA

Wilford Brimley er látinn

02.08.2020 - 12:21

Höfundar

Bandaríski leikarinn Wilford Brimley er látinn 85 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í myndunum Cocoon, The Natural og í hlutverki Dr. Blair í The Thing.

Brimley lést í gær í St. George, heimabæ sínum í Utah, eftir að hafa glímt við nýrnaveikindi.

Brimley fæddist í Salt Lake City í Utah 1934. Ferill hans stóð sem hæst á níunda og tíunda áratugnum. Hann var einnig mörgum kunnugur fyrir að leika í auglýsingum fyrir Quaker Oats, hafraframleiðanda, með slagorðinu, „It's the right thing to do.“ „Það er það eina rétta.“

Brimley skilur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.