Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Veðurstofan spáir meinlausu veðri

02.08.2020 - 08:09
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Búast má við hægri breytilegri átt í dag. Skýjað að mestu með lítilsháttar súld norðvestanlands fyrri part dags, en skúrum í öðrum landshlutum. Þurrast á suðvesturhorninu og á Vestfjörðum. Hiti verður á bilinu 10 til 15 stig.

Svipað veður á morgun, þurrast á suðvesturhorninu og hlýjast sunnanlands. Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig. 

Á miðvikudag má svo gera ráð fyrir austlægri átt, 5 til 10 m/s og rigningu, og hita á bilinu 8 til 14 stig. 

Þá má búast við suðlægri eða breytilegri átt á fimmtudag, 3 til 10 m/s og rigningu, einkum sunnanlands. 10 til 17 stiga hiti og hlýjast norðaustantil. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir