Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Varaforsetaefni Bidens, forsetaefni eftir fjögur ár

epa07051990 US Senator Kamala Harris (D-CA) questions Dr. Christine Blasey Ford (unseen) during the Senate Judiciary Committee hearing on the nomination of Brett Kavanaugh to be an associate justice of the Supreme Court of the United States, on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 27 September 2018. US President Donald J. Trump's nominee to be a US Supreme Court associate justice Brett Kavanaugh is in a tumultuous confirmation process as multiple women have accused Kavanaugh of sexual misconduct.  EPA-EFE/JIM BOURG / POOL
Harris vakti athygli fyrir gagnrýnar spurningar í yfirheyrslu þingsins yfir Brett Kavanaugh, sem Trump tilnefndi sem hæstaréttardómara. Mynd: EPA
Óðum styttist í að Joe Biden forsetaefni Demókrata í Bandaríkjunum tilkynni varaforsetaefni sitt.

Biden hefur lofað að upplýsa fljótlega hver verði fyrir valinu. Spennan magnast meðal þeirra sem fylgjast með stjórnmálum vestra en eitt er öruggt, Biden mun velja konu.

Á annan tug kvenna hefur verið nefndur til sögunnar, en flestir virðast hallast að því að öldungadeildarþingmaðurinn frá Kaliforníu Kamala Harris verði fyrir valinu.

Hún var ein þeirra sem kepptu við Biden um að verða forsetaefni Demókrata en steig til hliðar og lýsti yfir stuðningi við hann fyrr á þessu ári. Aldur forsetaefnisins veldur óvenju miklum áhuga stjórnmálaskýrenda á því hverja hann velur til að fylgja sér í átt að Hvíta húsinu.

Joe Biden verður 78 ára í nóvember og nái hann kjöri verður hann elstur allra í sögunni til að verða forseti Bandaríkjanna. Ronald Reagan var að verða 74 ára þegar hann sór eið að embættinu öðru sinni, í janúar 1985. 

David Barker, prófessor í stjórnsýslufræðum við The American University í Washington, segir almennt mál manna að Joe Biden muni aðeins sitja eitt kjörtímabil nái hann kjöri. „Líklegast er að sú sem hann velur sem varaforsetaefni verði forsetaefni Demókrata að fjórum árum liðnum,” segir Barker.