Útgöngubann á kvöldin í Melbourne næstu sex vikur

02.08.2020 - 08:57
epa08573774 Military staff are seen at Epping Gardens Aged Care Facility in Epping, outskirts of Melbourne, Australia, 30 July 2020. Victoria's troubling coronavirus infection rates continue to spike with a cluster detected in aged care facilities throughout the state.  EPA-EFE/DANIEL POCKETT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Yfirvöld í Ástralíu hafa tilkynnt um útgöngubann í Melbourne, næststærstu borg landsins. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem yfirvöld þar í landi hafa kynnt síðan faraldurinn braust út í vor og miða að því að íbúar haldi sig heima hjá sér milli klukkan 20:00 á kvöldin og til klukkan 05:00 að morgni. Gert er ráð fyrir að reglurnar gildi til 13. september næstkomandi.

Aðeins þeir sem þurfa nauðsynlega að mæta til vinnu eða leita sér heilbrigðisþjónustu eru undanskildir reglunni. Þar að auki mega íbúar ekki fara lengra en fimm kílómetra frá heimilum sínum, frá og með kvöldinu í kvöld. Þá mega þeir aðeins verja klukkutíma utandyra á dag og aðeins einn frá hverju heimili má fara í matarbúð í einu. 

Yfirvöld í Viktoríu-fylki, sem Melbourne tilheyrir, hafa lýst yfir „hamfaraástandi“ enda hefur faraldurinn breiðst þar út á ógnarhraða. 671 nýtt COVID-19 smit greindist þar í gær og sjö létu lífið af völdum sjúkdómsins. Tæplega tólf þúsund smit hafa greinst í fylkinu.

Aldraðir íbúar á hjúkrunarheimilum hafa orðið sérlega illa úti og þar hafa sérstakar hamfarasveitir leyst af veikt starfsfólk. Nemendur í skólum og háskólum í Viktoríu-fylki snúa aftur til fjarnáms í vikunni og á morgun kynna stjórnvöld frekari takmarkanir á vinnustöðum. Þá hafa brúðkaup verið bönnuð. 

Framan af gekk yfirvöldum í Ástralíu vel að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og enn er lítið um smit á svæðum utan Viktoríu-fylkis og Sydney-borgar.  

epaselect epa08569921 A resident of the Epping Gardens Aged Care Facility is taken away in an ambulance in Epping, outskirts of Melbourne, Australia, 28 July 2020. More deaths with COVID-19 are expected in coming days at the facility as Victoria's troubling coronavirus infection rates continue to spike.  EPA-EFE/DANIEL POCKETT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
epa08573771 Cleaners are seen at Epping Gardens Aged Care Facility in Epping, outskirts of Melbourne, Australia, 30 July 2020. Victoria's troubling coronavirus infection rates continue to spike with a cluster detected in aged care facilities throughout the state.  EPA-EFE/DANIEL POCKETT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
epa08571700 People are seen wearing masks in the Fitzroy Gardens in Melbourne, Wednesday, July 29, 2020. Australian Prime Minister Scott Morrison on 29 July expressed concerns over the ongoing second wave of COVID-19 cases throughout aged care facilities in Victoria state.  EPA-EFE/DANIEL POCKETT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi