Skrölti í mark með sprungið dekk

epa08580603 British Formula One driver Lewis Hamilton of Mercedes-AMG Petronas having a flat tyre during the 2020 Formula One Grand Prix of Great Britain at the Silverstone Circuit, in Northamptonshire, Britain, 2 August 2020.  EPA-EFE/Andrew Boyers / Pool
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

Skrölti í mark með sprungið dekk

02.08.2020 - 15:45
Bretinn Lewis Hamilton fagnaði sigri í Silverstone-kappakstrinum í heimalandi sínu í Formúlu 1 í dag. Það tókst honum þrátt fyrir að dekk hafi sprungið undir bíl hans á lokahringnum.

Hamilton var á ráspól í dag og var með góða forystu á Valtteri Bottas, liðsfélaga sinn hjá Mercedes, allt frá upphafi. Max Verstappen úr Red Bull var þriðji í ráslínu og Charles Leclerc á Ferrari fjórði. Sú röð hélst nánast frá upphafi til enda þar sem fátt var um breytingar á röð fremstu manna.

Bottas varð þá fyrir því þegar tæpir þrír hringir voru eftir að sprengja dekk. Hann komst að bílskúr til að skipta því sprungna út en féll niður úr öðru sæti í það ellefta og fékk því engin stig eftir kappakstur dagsins.

Lið Red Bull sá sér leik á borði að skipta um dekk hjá Max Verstappen þegar tveir hringir voru eftir til að sækja að Mercedes-mönnum með viðkvæm dekk. Við það misstu þeir mikinn tíma milli Verstappen og Hamilton og náði Hamilton að skrölta í mark á lokahringnum eftir að hafa, líkt og Bottas, sprengt dekk í upphafi lokahringsins.

Hamilton fagnaði því sigri í dag, þriðju keppnina í röð, og er með yfirburðaforskot í stigakeppni ökuþóra, rétt eins og lið hans Mercedes er með í keppni ökusmiðja. Verstappen kom annar í mark og Charles Leclerc þriðji.

epa08580677 Mercedes driver Lewis Hamilton of Britain inspects a puncture on his car after winning the British Formula One Grand Prix in Silverstone, Britain, 02 August 2020.  EPA-EFE/Bryn Lennon/ Pool
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL