Skotárás á fangelsi í Afganistan

02.08.2020 - 18:10
epa08580801 An Afghan man who was injured when militants attacked central prison, is shifted to a hospital in Jalalabad, Afghanistan, 02 august 2020. According to the police officials, 20 people were injured and two civilians were killed in multiple bomb blasts outside a jail in Jalalabad.  EPA-EFE/GHULAMULLAH HABIBI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti þrír létust og fimm særðust í skotárás á fangelsi í borginni Jalalabad í Austur-Afganistan í dag. Árásarmenn komu fyrir bíl fullum af sprengjum við fangelsið og skutu að fangavörðum. AFP fréttastofan greinir frá.

Haft er eftir Attaullah Khogyani, forsvarsmanni yfirvalda í Nangarhar-héraðinu sem Jalalabad tilheyrir, að stjórnvöld hafi stjórn á aðstæðum. Talibanar hafa lýst því yfir að þeir beri ekki ábyrgð á árásinni, en í dag er síðasti dagur þriggja daga vopnahlés vegna trúarhátíðar múslima Eid al-adha.

Reglulega eru sagðar fréttir af árásum sem þessari í Nangarhar-héraðinu, og Íslamska ríkið hefur ítrekað lýst yfir ábyrgð á þeim. Um miðjan maí síðastliðinn létust þar 32 í sprengjuáras í jarðarför lögreglumanns.

epa08580804 An Afghan man who was injured when militants attacked central prison, is shifted to a hospital in Jalalabad, Afghanistan, 02 august 2020. According to the police officials, 20 people were injured and two civilians were killed in multiple bomb blasts outside a jail in Jalalabad.  EPA-EFE/GHULAMULLAH HABIBI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
epa08580801 An Afghan man who was injured when militants attacked central prison, is shifted to a hospital in Jalalabad, Afghanistan, 02 august 2020. According to the police officials, 20 people were injured and two civilians were killed in multiple bomb blasts outside a jail in Jalalabad.  EPA-EFE/GHULAMULLAH HABIBI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
epaselect epa06915299 Afghan security officials secure the road leading to the scene of an attack by suspected militants in Jalalabad, Afghanistan, 28 July 2018. Explosions were heard amid ongoing coordinated attacks by suspected militants in Jalalabad.
Hermenn á götu í Jalalabad eftir hryðjuverkaárás um helgina. Mynd: EPA_EFE - EPA
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi