Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Skima allt að sex hundruð á Akranesi í dag

02.08.2020 - 14:15
Frá skimun ÍE á Akranesi hjá slembiúrtaki 2. ágúst 2020.
 Mynd: Almannavarnadeild ríkislögregl
Íslensk erfðagreining bætti í skimun vegna hópsýkingar á Akranesi og hleypir nú um hundrað fleiri í skimun í dag. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að skimun gangi vel og því var hægt að bæta við fleiri plássum.

Upphaflega var áætlað að skima undir 500 manns en þeir einstaklingar sem ÍE boðaði í skimun voru viðbragðsfljótir að boða komu sína. Því fylltist fljótt í skimun og boðar Íslensk erfðagreining fleiri í skimun með SMS skilaboðum í dag.

ÍE skimar á Akranesi til tvö en mögulega lengur ef þarf. Skimunin fer fram í húsnæði Rauða krossins að Þjóðbraut 11.

„Skimun er að ganga mjög vel hjá Íslenskri erfðagreiningu og Heilbrigðisstofnun Vesturlands og er því verið að bæta við fólki sem fær SMS og er mögulegt að allt að 600 manns fari í skimun,“ skrifar Sævar á Facebook-síðu sína.

Frá skimun ÍE á Akranesi hjá slembiúrtaki 2. ágúst 2020.
 Mynd: Almannavarnadeild ríkislögregl
Skimun ÍE á Akranesi 2. ágúst 2020
 Mynd: Almannavarnadeild ríkislögregl
Myndirnar eru frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.