Pakistanskt flugfélag í vanda

02.08.2020 - 06:39
epa08437364 (FILE) - An image provided by Maik Voigt via Jetphotos.com shows PIA Airbus A320 AP-BLD at Dubai International Airport, United Arab Emirates, 12 December 2017 (issued 22 May 2020). The Pakistan International Airlines (PIA) flight PK8303 from Lahore to Karachi carrying some 107 passengers and crew, crashed while landing in Karachi on 22 May.  EPA-EFE/MAIK VOIGT / JETPHOTOS MANDATORY CREDIT: MAIK VOIGT  EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Maik Voigt
Flugáhöfnum pakistanska flugfélagsins Pakistan International Airways (PIA) er nú gert að undirgangast áfengispróf áður en þær fá að stíga um borð í flugvélar flugfélagsins.

Frá þessu er greint á vef Khaleej Times sem gefið er út í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum.

Ákvörðunin var tekin eftir að pakistönsk flugmálayfirvöld urðu vör við að reykt var um borð í vélum félagsins, bæði í flugstjórnarklefa og farþegarými.

Pakistanska flugfélagið PIA hefur staðið frammi fyrir nokkrum verulega erfiðum málum undanfarið. Í júní kviknaði grunur um að fjórðungur flugmanna þess hefði ekki tilskilin réttindi.  Sjö flugmönnum mun þegar hafa verið sagt upp störfum vegna þessa. 

Í lok júní var félaginu bannað að fljúga í Evrópu af þeim sökum og skömmu síðar tóku bandarísk flugmálayfirvöld sömu ákvörðun ásamt nokkrum ríkjum í Asíu.

Rannsókn stendur enn yfir á flugslysi sem varð 97 farþegum félagsins að bana í maí síðastliðnum, sem Alþjóðasamband flugfélaga óttist að megi rekja til framangreindra ástæðna.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi