Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Örsýning í Bolungarvík um verslunarmannahelgi

Myndir teknar með dróna.
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RÚV
Aðstandendur Takk - örsýningar í Bolungarvík láta ekki bilbug á sér finna þrátt fyrir ástandið í landinu. Sýningin verður opin í Listastofunni Bakka alla verslunarmannahelgina.

Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta. Þrátt fyrir að fjölda viðburða um land allt hafi verið aflýst eða frestað vegna nýrrar útbreiðslu kórónuveirunnar halda aðstandendur örsýningarinnar ótrauð áfram.

Upphaflega stóð til að aflýsa sýningunni en svo ákveðið að gera þær ráðstafanir sem þyrfti til að hægt væri að taka á móti gestum.

Sýndar eru ljósmyndir, leirlist og myndbrot úr heimildaþáttaröð Jóhannesar Kr. Kristjánssonar um Covid-19 á Íslandi. Auk þess stíga listamenn á svið og flytja tónlist, ljóð og aðra gjörninga.