Meistararnir lögðu Lakers

Mynd með færslu
 Mynd:

Meistararnir lögðu Lakers

02.08.2020 - 10:00
Fimm leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í körfubolta í Disney World í Flórída í nótt. Los Angeles Lakers tókst ekki að fylgja eftir sterkum sigri á grönnum sínum í Clippers frá því á aðfaranótt föstudags.

Lakers lagði Clippers í vikunni en átti strembið verkefni fyrir höndum gegn ríkjandi meisturum Toronto Raptors í nótt. 20 stig LeBron James fyrir Lakers dugðu liðinu skammt gegn meisturunum sem unnu nokkuð öruggan 15 stiga sigur, 107-92. Kyle Lowry fór fyrir Raptors er hann skoraði 33 stig, tók 14 fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Lakers er þrátt fyrir tapið á toppi Vesturdeildarinnar með 50 sigra og 15 töp en Raptors koma þar á eftir með 47-18.

Grannar þeirra í Los Angeles Clippers komu sterkir til baka eftir tapið fyrir Lakers á föstudag er þeir unnu öruggan 126-103 sigur á New Orleans Pelicans í nótt.  Paul George skoraði 28 stig, þar af átta þriggja stiga körfur, en Kawhi Leonard var með 24 stig.

T.J. Warren átti þá stórleik fyrir Indiana Pacers í 127-121 sigri á Philadelphia 76ers er hann skoraði 53 af stigum Pacers. Joel Embiid gerði hvað hann gat fyrir 76ers en hann skoraði 41 stig og tók 21 frákast.

Úrslit næturinnar

Denver Nuggets 105-125 Miami Heat
Indiana Pacers 127-121 Philadelphia 76ers
Los Angeles Clippers 126-103 New Orleans Pelicans
Oklahoma City Thunder 110-94 Utah Jazz
Toronto Raptors 107-92 Los Angeles Lakers