Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Kórónuveiran dreifir sér hratt í Ringsted

02.08.2020 - 03:11
epa08251433 Director of the Danish Patient Safety Board Anne-Marie Vangsted, Director of the Danish Health and Medical Authority Soeren Brostroem, Minister of Health and Elder Magnus Heunicke and professional director of the Norwegian Serum Institute Kaare Moelbak. Press conference in the Ministry of Health and Elderly in Copenhagen, Denmark, 27 February 2020. A Dane was tested positive for COVID-19 this night. It is the first detected infection with a new coronavirus in Denmark since the virus erupted in Hubei province in China in December 2019.  EPA-EFE/Philip Davali  DENMARK OUT
 Mynd: EPA
Sextíu og tveir starfsmenn sláturhúss í Ringsted í Danmörku hafa greinst með kórónuveiruna.

DR greinir frá því að 600 starfsmenn hafa verið skimaðir en alls starfa 900 í sláturhúsinu.

Blaðafulltrúi sláturhússins segir útbreiðsluna þar til marks um hve hratt veiran dreifi sér. Fyrsti starfsmaðurinn greindist með veiruna á sunnudaginn var.

Jafnframt er fylgst náið með hjúkrunarheimilum og öðrum umönnunarstofnum í Ringsted eftir að starfsmaður einnar slíkrar greindist með kórónuveiruna.

Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra Danmerkur segir að öllum ráðum verði beitt til að hamla útbreiðslu veirunnar í Ringsted.