
Kórónuveiran dreifir sér hratt í Ringsted
DR greinir frá því að 600 starfsmenn hafa verið skimaðir en alls starfa 900 í sláturhúsinu.
Blaðafulltrúi sláturhússins segir útbreiðsluna þar til marks um hve hratt veiran dreifi sér. Fyrsti starfsmaðurinn greindist með veiruna á sunnudaginn var.
Jafnframt er fylgst náið með hjúkrunarheimilum og öðrum umönnunarstofnum í Ringsted eftir að starfsmaður einnar slíkrar greindist með kórónuveiruna.
Vi har stadig en alvorlig situation i Ringsted med smitteudbrud omkring slagteriet. Jeg har derfor skrevet denne status for, hvor vi er og hvad der konkret gøres for at opspore, teste og isolere, så udbruddet bliver bragt helt ned. #covid19dk https://t.co/39Rh3uXshG
— Magnus Heunicke (@Heunicke) August 1, 2020
Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra Danmerkur segir að öllum ráðum verði beitt til að hamla útbreiðslu veirunnar í Ringsted.