
Hrækt á lögreglu, ránstilraunir og heimilisofbeldi
Frá þessu er greint í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu varð konan frelsinu afar fegin enda á leið í flug.
Ungur maður var handtekinn í vesturbæ Reykjavíkur en hann hafði gert þrjár tilraunir til að ræna fólk, vopnaður hnífi. Meðal annars réðist hann að pari í bíl á Hringbraut. Engum varð líkamlega meint af árásum mannsins sem nú gistir fangaklefa.
Maður var handtekinn í austurborginni snemma í gærkvöld. Sá lét afar ófriðlega og stundaði það að hrækja á og sparka í lögreglumenn sem upphaflega ætluðu að koma honum til aðstoðar. Hann hélt athæfinu áfram eftir að komið var með hann á lögreglustöðina.
Brotist inn í grunnskóla í gærkvöld. Lögregla vinnur nú að því að komast á snoðir hver eða hverjir voru þar að verki.
Lögregla þurfti að stöðva heimilisofbeldi í Hafnarfirði í nótt. Það mál er nú í rannsókn. Auk þessa þurfti lögreglan að skipta sér af háværum gestum í samkvæmum um allt höfuðborgarsvæðið.