Enginn reyndist smitaður af COVID-19 í skimun Íslenskrar erfðagreiningar á slembiúrtaki íbúa Akraness. Alls voru 612 íbúar skimaðir í dag, tæplega tíu prósent Skagamanna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, greindi frá þessu við fréttastofu.