Almannavarnir halda upplýsingafund í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan tvö í dag í Katrínartúni 2. Sýnt verður beint frá fundinum í sjónvarpi, á vefnum ruv.is og honum útvarpað á Rás 2.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma D. Möller, landlæknir fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi, ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Þrettán ný smit greindust innanlands síðasta sólarhringinn og beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu á einu sýni úr landamæraskimun. 72 eru nú í einangrun og 569 í sóttkví. Enn er óvíst hversu margir þeirra smituðu voru í sóttkví.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi