Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vígamenn Boko Haram urðu tíu að bana

01.08.2020 - 00:13
Erlent · Afríka · boko haram · hryðjuverk · Nígería · Tsjad
epa00696280 (FILES) A file picture of rebels from the Justice and Equality Movement (JEM) along the border of Chad and Sudan 24 October 2004. Chad broke off diplomatic relations with Sudan on Friday 20 April 2006 and threatened to oust 200,000 Sudanese refugees in Chad and blamed Sudan's government for harbouring rebels in Darfur. Also on Friday the World Food Program (WFP) warned any continuation or escalation of the current conflict in Chad could leave up to 700,000 people short of food in both eastern Chad and across the border in the strife-torn Sudanese region of Darfur.  EPA/NIC BOTHMA
 Mynd: EPA
Vígamenn íslömsku hryðjuverkasamtakanna Boko Haram myrtu í dag tíu almenna borgara og rændu sjö í árás á þorpið Tenana við Tsjad-vatn.

Vígamennirnir rændu þorpið og kveiktu í húsum áður en þeir yfirgáfu það. Landsvæðið hefur löngum verið þjakað af árásum liðsmanna Boko Haram sem sækja þangað yfir landamærin frá Nígeríu.

Boko Haram eru samtök súnní-múslíma í norðausturhluta Nígeríu sem hófu vopnaða baráttu árið 2009. Síðan þá hafa þau orðið yfir 36 þúsund manns að bana og hrakið tvær milljónir frá heimilum sínum.