Vígamenn íslömsku hryðjuverkasamtakanna Boko Haram myrtu í dag tíu almenna borgara og rændu sjö í árás á þorpið Tenana við Tsjad-vatn.
Vígamennirnir rændu þorpið og kveiktu í húsum áður en þeir yfirgáfu það. Landsvæðið hefur löngum verið þjakað af árásum liðsmanna Boko Haram sem sækja þangað yfir landamærin frá Nígeríu.
Boko Haram eru samtök súnní-múslíma í norðausturhluta Nígeríu sem hófu vopnaða baráttu árið 2009. Síðan þá hafa þau orðið yfir 36 þúsund manns að bana og hrakið tvær milljónir frá heimilum sínum.