Upplýsingafundur Almannavarna 1. ágúst

01.08.2020 - 13:52
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag í Katrínartúni 2. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma D. Möller, landlæknir fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi, ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Sýnt verður beint frá fundinum á vefnum og í sjónvarpi. Honum verður útvarpað á Rás 2.

Töluverð aðsókn var á heilsugæslur í gær og voru Covid-sýni tekin fram eftir degi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að haldið verði áfram að taka sýni um helgina og fólk verði einnig kallað inn í seinni skimun.  

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði í morgun að hugsanlega séu verið að ná utan um hópsýkingarnar sem blossað hafa upp að undanförnu hraðar en þau þorðu að vona. Almannavarnir séu þó enn í myrkrinu um hvernig veiran komst til landsins. 

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi