Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Trump hyggst banna TikTok

01.08.2020 - 04:28
epa08516566 A woman opens the Chinese video-sharing app TikTok on her smartphone, in Bhopal, central India, 29 June 2020. India's national government in New Delhi has announced it is banning 59 Chinese phone applications ? including the increasingly-popular apps TikTok, Helo and WeChat ? citing national security concerns. The decision comes amid India's ongoing territorial dispute with China in the Galwan valley of the eastern Himalayan region of Ladakh.  EPA-EFE/SANJEEV GUPTA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mögulegt er að smáforritið TikTok verði bannað í Bandaríkjunum. Donald Trump forseti lýsti þessu yfir í gær en bandarísk yfirvöld óttast að Kínverjar noti forritið til njósna.

Trump kvaðst myndu gefa út forsetatilskipun til að stöðva TikTok þegar í dag, laugardag.

Forsvarsfólk fyrirtækisins sem heldur út hinu geysivinsæla forriti hefur þvertekið fyrir öll tengsl við kínversku ríkisstjórnina og að útilokað sé að það sé notað í glæpsamlegum tilgangi. Forritið sé eingöngu hugsað til afþreyingar og skemmtunar.

TikTok er sérlega vinsælt hjá yngri notendum um allan heim, en talið er að um milljarður noti það á hverjum degi til að taka upp og deila örstuttum myndskeiðum.