Kvöldfréttir: Faraldurinn ekki að fara úr böndunum hér

01.08.2020 - 18:43
Sóttvarnalæknir segir allt benda til að faraldurinn hér á landi sé ekki að fara úr böndunum. Lítið sé um samfélagssmit. Landlæknir brýnir fyrir heilbrigðisstarfsfólki að lækka þröskuld fyrir sýnatöku.

Guðni Th. Jóhannesson segir vel koma til álita að lengja kjörtíma forseta eins og stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra gerir ráð fyrir. Hann var svarinn í embætti í dag í annað sinn við mun látlausari athöfn en vant er.

Icelandair hefur samið við meirihluta kröfuhafa og stefnir á að ljúka hlutafjárútboði í þessum mánuði. Ólga hefur verið meðal flugfreyja með endurráðningar en forstjóri félagsins segir breytinga ekki að vænta þar.

Ríki víða um heim herða nú að nýju aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri greindust með COVID-19 í gær en hafa gert á einum sólarhring frá því faraldurinn braust út. 

Íbúðarhús sem Akureyrarbær keypti fyrir áratug til að rífa það, af fólki sem vildi alls ekki selja, stendur enn, og hætt hefur verið við niðurrifið. Íþróttafélagið Þór hefur fengið það til afnota.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi