Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Geimfarar á leið til jarðar á ný

01.08.2020 - 23:46
Chris Cassidy, leiðangursstjóri í Alþjóðlegu geimstöðinni og rússnesku geimfararnir Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner  taka á móti Behnken og Hurley
 Mynd: Stilla úr útsendingu - EBU
Dragon geimferja SpaceX er lögð af stað frá Alþjóðlegu geimstöðinni.

Þeir Doug Hurley og Bob Behnken lögðu upp í för sína þann 30. maí síðastliðinn og hafa síðan dvalið í geimstöðinni. 

Þeim félögum er ætlað að lenda í hafinu vestan Flórídaskaga á morgun, undan ströndum Pensacola. Starfsmenn NASA hafa þó allan varann á vegna hitabeltisstormins Isaias sem stefnir nú á Flórída.

Þeir Behnken og Hurley eru fyrstu mennirnir sem halda út í geim frá Bandaríkjunum, eftir að geimskutluáætlun NASA rann sitt skeið árið 2011.

Hægt er að fylgjast með för Dragon í átt til jarðar á Twitter síðu SpaceX.