Löng hefð er fyrir mótinu þar sem bestu kylfingar landsins etja gjarnan kappi til að styrkja gott málefni. Mótið fer ávallt fram á frídegi verslunarmanna en það komst í uppnám líkt og aðrir íþróttaviðburðir eftir að hertar sóttvarnaraðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar í vikunni.
Mótið mun þó fara fram, rétt eins og Íslandsmótið í golfi næstu helgi, en engir áhorfendur verða þó leyfðir. Í fyrsta skipti í sögu mótsins tókst ekki að finna styrktaraðila en tekið verður við frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Allur ágóðinn mun renna til deilda Landspítala Íslands sem takast á við kórónuveiruna.
Íslandsmeistari síðustu tveggja ára í kvennaflokki, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, verður á meðal keppenda í kvennaflokki rétt eins og atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Þá verða atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson á meðal sterkra keppenda í karlaflokki.
Keppendur á Einvíginu á Nesinu í ár:
Andri Þór Björnsson
Axel Bóasson
Björgvin Sigurbergsson
Bjarki Pétursson
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Haraldur Franklín Magnús
Hákon Örn Magnússon
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafur Björn Loftsson