Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Breskur þingmaður sakaður um nauðgun

01.08.2020 - 23:19
epa02162522 The Houses of Parliament are pictured in London, Britain 18 May 2010. The House of Commons returns to work on 18 May, with 227 MPs starting work at Westminster for the first time, the largest number in a generation.  EPA/ANDY RAIN
 Mynd: EPA
Ónafngreindur þingmaður Íhaldsflokksins breska og fyrrverandi ráðherra var handtekinn í dag.

Maðurinn, sem er sagður vera á sextugsaldri, er sakaður um nauðgun, kynferðislega áreitni og þvingun. Hann var látinn laus gegn tryggingu.

Rannsókn stendur nú yfir hjá Lundúnalögreglunni sem barst í gær kæra frá kvenkyns starfsmanni þingsins á þrítugsaldri.

Talsmaður Íhaldsflokksins segir flokkinn taka ásakanir af þessu tagi afar alvarlega, en það væri ekki við hæfi að tjá sig frekar um málið meðan lögreglurannsókn stæði yfir.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV