Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Björk frestar tónleikum

Mynd með færslu
 Mynd: Santiago Felipe - Björk

Björk frestar tónleikum

01.08.2020 - 09:45

Höfundar

Á Facebook-síðu Bjarkar kemur fram að fresta þurfi að minnsta kosti sumum af tónleikum hennar, Björk Orkestral, sem auglýstir höfðu verið í Hörpu 9., 15., 23., og 29. ágúst næstkomandi.

Sennilega má að minnsta kosti búast við að fyrstu tónleikunum verði frestað þar sem 100 manna samkomutakmarkanir verði í gildi út 13. ágúst. 

Í tilkynningunni kemur fram að nú sé unnið hörðum höndum að því að finna lausn og að tilkynnt verði fljótlega um nýjar dagsetningar. Búist sé við að þeir tónleikar sem verði færðir verði haldnir í september. 

Það seldist hratt upp á alla ferna tónleikana og miðarnir gilda áfram þrátt fyrir breyttar dagsetningar. Þó geta tónleikagestir fengið endurgreiðslu eftir að tilkynnt hefur verið um nýjar dagsetningar.

Tengdar fréttir

Tónlist

Uppselt á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu

Tónlist

Björk fagnar íslensku samstarfsfólki í Eldborg í ágúst