Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Bandaríkjamaður stýrir Þórsurum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Bandaríkjamaður stýrir Þórsurum

01.08.2020 - 14:15
Þór á Akureyri tilkynnti um ráðningu nýs þjálfara fyrir komandi tímabil í Dominos-deild karla í körfubolta í dag. Bandaríkjamaðurinn Andy Johnson mun stýra liðinu næstkomandi vetur.

Þórsarar voru nýliðar í deildinni á síðustu leiktíð og héldu sæti sínu naumlega þrátt fyrir að enda í efra fallsæti deildarinnar þegar tímabilið var blásið af í vor, þar sem KKÍ ákvað að aðeins eitt lið myndi falla úr deildinni.

Johnson er 55 ára gamall og þjálfaði áður bæði karla- og kvennalið Keflavíkur hér á landi á árunum 2013 til 2014. Hann skrifar undir samning til þriggja ára og mun hefja störf um miðjan ágúst.

Fyrsti leikur Þórsara á komandi tímabili er við Keflavík norðan heiða þann 1. október.