Liðsmenn Talibana í Afganistan. Mynd:

Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.
Vopnahlé í Afganistan
31.07.2020 - 03:29
Erlent · Afganistan · borgarastríð · Borgarastyrjöld · Kabúl · Stríð · Stríðið í Afganistan · Talibanar · vopnahlé
Lýst hefur verið yfir þriggja daga vopnahléi í Afganistan. Þetta er í þriðja sinn á nítján árum sem það gerist og alltaf í tengslum við trúarhátíðir múslíma, að þessu sinni Eid al-Adha-hátíðina.
Skömmu áður en vopnahléið hófst varð bílsprengja sautján að bana í austurhluta landsins. Talíbanar neituðu allri aðild að tilræðinu en almenningur í Afganistan kallar eftir tafarlausum friðarviðræðum.
Ashraf Ghani forseti landsins og leiðtogar Talíbana hafa gefið í skyn að viðræður geti hafist strax að hátíðinni lokinni. Reynsla fortíðarinnar veldur þó tortryggni því Talíbanar héldu rakleiðis út á vígvöllinn eftir fyrri vopnahlé.
„Nú er nóg komið, við viljum ekki að fleiri Afganar láti lífið í þessu stríði,” hefur AFP fréttastofan eftir Ahmad Jawed, þarlendum háskólanema. „Vilji Talíbanar raunverulega frið eiga þeir að leggja niður vopn og hefja viðræður við stjórnina í Kabúl,” skrifaði Farhad Habibi íbúi þar í borg á Facebook síðu sína.