Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Reikna með fleiri smitum í Snæfellsbæ

Mynd með færslu
Frá Ólafsvík. Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ reikna með að fleiri smit greinist í bænum eftir að leikmaður Víkings í Ólafsvík greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram á Facebook-síðu bæjarfélagsins. „Ljóst er að veiran er ólseig og búast má við því að fleiri smit greinist hér á næstu dögum og vikum.“

Fram kemur í færslunni að aðeins eitt smit hafi greinst á heilsugæslunni í Ólafsvík þegar faraldurinn stóð sem hæst og fáir íbúar hafi þurft að fara í sóttkví. „Nú er ljóst að faraldurinn hefur ekki gengið yfir eins og við höfðum öll vonað og engin leið að segja til um framhaldið.“

Á það er minnt að þegar smit greinist fari ákveðið ferli af stað sem stýrt sé af sérfræðingum. „Við fylgjum þeim í hvívetna og biðlum til íbúa að gera það líka.“

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV