
Póstdreifing sagði upp 304 blaðberum
Uppsagnirnar taka gildi frá og með 1. ágúst. Hafa á samband við þá starfsmenn, sem munu fá endurráðningu, innan mánaðar.
„Þetta eru blaðberar sem starfa við útburð á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri og þetta er fólk á öllum aldri; frá 15 ára og upp á áttræðisaldur og flestir með þriggja mánaða uppsagnarfrest,“ segir Kristín.
Hún segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hagræðingu á rekstri fyrirtækisins. „Það er nauðsynlegt að ráðast í þessar aðgerðir. Á þessum erfiðum tímum þarf að líta í hvert horn. Vonandi getum við ráðið sem flesta í breyttu vinnufyrirkomulagi og starfshlutfalli sem við erum að vinna að.“
Auk þess að sinna útburði á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu hefur Póstdreifing annast útburð ýmissa smærri blaða eins og bæjarblaða og auglýsingabæklinga. Kristín segir að þær áætlanir sem gerðar höfðu verið um útburð hafi ekki staðist, kórónuveirufaraldurinn hafi sett stórt strik í reikninginn. „Ég á ekki von á að það verði nein röskun á okkar starfsemi og að útburður verði með eðliegum hætti,“ segir Kristín.