Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Leikmaður Víkings í Ólafsvík með COVID-19

Mynd með færslu
 Mynd: Nordic Stadiums - https://www.nordicstadiums.com/

Leikmaður Víkings í Ólafsvík með COVID-19

31.07.2020 - 18:05
Leikmaður meistaraflokks karla hjá fyrstu deildarliðinu Víkingi í Ólafsvík er smitaður af COVID-19. Félagið staðfestir þetta í stöðufærslu á Facebook. Nokkrir knattspyrnumenn hafa greinst með COVID-19 að undnförnu, meðal annars í kvennaliðum Breiðabliks og Fylkis og hjá karlaliði Stjörnunnar.

Félagið segir að það muni fylgja fyrirmælum lækna og sóttvarnaaðila í einu og öllu. Íbúar Snæfellsbæjar eru að sama skapi hvattir til að huga vel að sóttvörnum og fara varlega. 

ÍSÍ birti í dag tilmæli um að öllum æfingum og keppni með snertingu yrði hætt til 13. ágúst. Hægt væri að æfa án snertingar eftir því sem hægt væri að virtum reglum um fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk.

Ekki liggur fyrir hvaða áhrif þetta smit hjá Víkingi í Ólafsvík mun hafa á keppni í fyrstu deildinni.  Öllum leikjum hjá KSÍ í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna hefur verið frestað til 5. ágúst.