Íslandsmótið í golfi fer fram á settum tíma

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Íslandsmótið í golfi fer fram á settum tíma

31.07.2020 - 20:57
Íslandsmótið í golfi mun fara fram 6.–9. ágúst á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfsambandi Íslands í kvöld. Óljóst var með hvort hægt væri að halda mótið vegna hertra sóttvarnaraðgerða en nú er komið á hreint að mótið fer fram á áður auglýstum tíma.

 

Golfsamband Íslands lagði fram tillögur til stjórnvalda um að leika keppnisgolf og jafnframt virða sóttvarnareglur. Var það gert í ljósi hertra sóttvarnaaðgerða og takmörkunar á íþróttastarfi í kjölfar tilkynningar stjórnvalda 30. júlí. Þær tillögur hafa verið samþykktar og mun Íslandmótið í golfi því fara fram á áður auglýstum tíma. 

Jafnframt segir í yfirlýsingunni að öryggi keppenda verði í forgrunni og verða nauðsynlegar ráðstafanir gerðar til að tryggja hreinlæti og öryggi eftir fremstu getu. Því er ljóst að Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki verða krýndir sunnudaginn 9. ágúst. 

Mótið verður sýnt í beinni útsendingu á RÚV.