Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Hútar í Jemen láta sex Bahá'ia lausa

31.07.2020 - 00:31
Mynd með færslu
Liðsmenn Hútí-fylkingarinnar í Jemen. Mynd:
Liðsmenn uppreisnarfylkingar Húta í Jemen létu í dag lausa sex Bahá'ia sem höfðu verið í haldi þeirra um árabil.

Meðal þeirra sem látin voru laus er Hamed bin Haydara sem var handtekinn árið 2013 og dæmdur til dauða.

Bahá'iar hafa verið ofsóttir um árabil í Jemen vegna trúar sinnar og lengi hefur verið kallað eftir að því linni.

Hútar hertóku borgina Sana árið 2014 og ráða stórum hluta Jemens. Þeir hafa sterk tengsl við Íran þar sem Bahá'i trúin er bönnuð.