Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Handtaka vegna heimilisofbeldis

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Gauti Gunnarsson - RÚV
Tvö heimilisofbeldismál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í öðru málinu kom til handtöku og í kjölfarið vistunar í fangageymslu.

 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að frá því síðdegis í gær þar til klukkan 5 í morgun hafi 58 mál verið bókuð hjá embættinu. Nóttin hafi verið nokkuð róleg.

Tveir voru vistaðir í fangageymslu og sex teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá var nokkuð um kvartanir vegna hávaða og ónæðis.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir