
Fordæma framgöngu Icelandair og flugmanna
Í nýrri yfirlýsingu samtakanna og félags flugmanna innan þeirra (ETF Pilot community) kemur fram að samtökin hafi fylgst náið með þróun mála í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair og „aðgerðum félagsins til að koma í veg fyrir lögmæta mótstöðu flugfreyja við nýjum og verri samningi“.
Þann 17. júlí, þegar Icelandair tilkynnti um uppsagnir allra flugfreyja og flugþjóna, sendi félagið frá sér tilkynningu þar sem meðal annars kom fram að flugmenn félagsins myndu frá og með mánudeginum 20. júlí starfa tímabundið sem öryggisliðar um borð. Félagið gerði ráð fyrir að hefja viðræður við annan samningsaðila í stað Flugfreyjufélags Íslands.
Í yfirlýsingu ETF kemur fram að félag flugmanna innan samtakanna ítreki að starfsmenn á einu sviði ættu aldrei að taka þátt í því að grafa undan störfum annarra starfsmanna.
„Við stöndum með flugfreyjum hjá Icelandair í þessum hörmulegum aðstæðum,“ segir í lok yfirlýsingarinnar.