Engar íþróttaæfingar með snertingu til 13. ágúst

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Engar íþróttaæfingar með snertingu til 13. ágúst

31.07.2020 - 14:45
Engar íþróttaæfingar eða keppnir fullorðinna með snertingu skulu stundaðar til 13. ágúst næstkomandi samkvæmt tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum.

Í gær kom það fram kom á upplýsingafundi Ríkisstjórnarinnar og Almannavarna að íþróttakeppnum fullorðinna skyldi frestað til 10. ágúst. KSÍ tilkynnti í framhaldinu að öllum knattspyrnuleikjum yrði frestað til 5. ágúst til að byrja með og staðan svo metin aftur í samráði við heilbrigðisyfirvöld. 

Þó var enn óljóst með æfingar fótboltaliða og annars íþróttafólks. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, sagði á fundinum í dag að íþróttir fullorðinna sem krefjast snertingar skyldu taka hlé til 10. ágúst en íþróttir án snertingar væru leyfðar. Gæta þarf að búnaður sem notaður er til íþróttaiðkunar sé hreinsaður vel á milli notenda. Íþróttaæfingar barna, fædd 2005 og síðar, eru óbreyttar.

Fréttin hefur verið uppfærð: 

Íþróttasamband Íslands, ÍSÍ, hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sóttvarnalæknir gefi nú út þau tilmæli að hlé skuli vera gert á æfingum og keppni með snertingu til 13. ágúst.

Tengdar fréttir

Íslenski fótboltinn

Klara Bjartmarz: Tilmæli stjórnvalda eru skýr