Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Drukku handspritt og dóu

31.07.2020 - 14:54
Mynd með færslu
 Mynd: Samsett
Níu eru látnir í þorpinu Kurichedu í Andhra Pradesh á Indlandi eftir að hafa drukkið handspritt. AFP fréttastofan hefur eftir lögregluvarðstjóra í þorpinu að mennirnir hafi gripið til handsprittsins þar sem áfengisverslunum hafði verið lokað vegna kórónuveirunnar. Þeir blönduðu það með vatni eða gosdrykk og teiguðu í stórum skömmtum þar til þeir misstu meðvitund. Allir voru látnir þegar komið var með þá á sjúkrahús.

Hundruð fátæklinga deyja árlega á Indlandi vegna áfengiseitrunar, einkum eftir að hafa drukkið ódýrt heimabrugg. Bruggarar blanda iðulega tréspíra í framleiðsluna til að hækka áfengisstyrkinn.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV