Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Danmörk: Mælt með grímum í almenningsfarartækjum

31.07.2020 - 10:52
epa08443359 Several people wearing protective face masks keep a social distance as they travel in the subway, in Barcelona, Catalonia, Spain on 25 May 2020 during the first day of phase 1 of deescalation amid coronavirus pandemic in Barcelona. Madrid, Barcelona and Castilla Leon begin phase 1 of the desescalation, while the rest of the country is on phase 2.  EPA-EFE/Marta Perez
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku mæltu með því í dag að fólk setji upp andlitsgrímur ef margir farþegar eru í strætisvögnum, lestum, jarðlestum eða ferjum.

Í fréttatilkynningu sem Søren Brostrøm, forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, sendi frá sér segir að hér eftir sem hingað til sé það mikilvægast til að halda kórónuveirusmitinu í skefjum að þvo sér um hendurnar og virða fjarlægðartakmarkanir. Þegar það sé ekki unnt í fjölmenni, svo sem á háannatíma í umferðinni, sé fólki ráðlagt að hafa andlitsgrímur á sér og setja þær upp ef fjölmennt verður í almenningsfarartækjum.

Ástæðan fyrir því að mælt er með andlitsgrímum núna segir forstjórinn að farþegum sé að fjölga eftir því sem líður á sumarið.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV