Breiðablik mætir KR í átta liða úrslitum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Breiðablik mætir KR í átta liða úrslitum

31.07.2020 - 21:36
Dregið var í átta liða úrslit í bikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik fær KR í heimsókn og lið úr 1.deildinni verður í undanúrslitum.

 

Leikirnir eiga að fara fram 10. og 11. sept­em­ber að öllu óbreyttu. Það verður stór­leik­ur á Kópa­vogs­velli þar sem Breiðablik og KR eig­ast við. Þá mæt­ast FH og Stjarn­an í öðrum stór­leik í Kaplakrika. 

Tvö lið úr Lengju­deild­inni, 1. deild, eru eft­ir í keppn­inni, ÍBV og Fram, og þau mæt­ast á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Einn leik­ur er eft­ir í 16-liða úr­slit­un­um en leik Vals og ÍA sem átti að fara fram í kvöld var frestað. Sig­ur­veg­ar­inn úr þeim leik fær HK í heim­sókn. 

Drátt­ur­inn í 8-liða úr­slit­um Mjólk­ur­bik­ars karla:

Val­ur/ÍA - HK
Breiðablik - KR
ÍBV - Fram
FH - Stjarn­an