37 virk kórónuveirusmit í Færeyjum

31.07.2020 - 04:02
Mynd með færslu
Þórshöfn í Færeyjum. Mynd: Stig Nygaard - WikiCommons
Nú eru þrjátíu og sjö virk kórónuveirusmit í Færeyjum. Enginn Færeyingur er meðal hinna smituðu.

Fimm sjómenn hafa bæst í hóp þeirra sex sem greindust á þriðjudaginn var. Þeir eru allir í áhöfn flutningaskips sem liggur við bryggju í Klaksvík.

Þeim er gert að halda sig um borð í skipinu, að sögn Kringvarps Færeyja. Alls hafa nú 225 greinst með Covid-19 í eyjunum og 188 hafa náð sér.

Tæplega 37 þúsund hafa verið skimuð fyrir veirunni, átta eru enn í sóttkví og tveir rússneskir togarasjómenn liggja enn á sjúkrahúsi.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi