Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Viðburðir á vegum Hinsegin daga falla niður

30.07.2020 - 14:14
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Viðburðir og skemmtanir á vegum Hinsegin daga munu falla niður vegna hertra sóttvarnarreglna. Hinsegin dagar áttu að fara fram dagana 4. til 9. ágúst. Ýmsir viðburðir áttu að fara fram víða um höfuðborgarsvæðið. Í færslu Hinsegin daga á Facebook segir að stefnt sé að því að einhverjir þessara viðburða verði sendir út á netinu og að aðrir verði á dagskrá síðar á árinu.

„Hinsegin dagar eru nauðsynlegir sem fyrr, til að vekja athygli á baráttu hinsegin fólks fyrir mannréttindum sínum og auka sýnileika þess í samfélaginu. Þótt skipulögð dagskrá falli nú niður munu Hinsegin dagar sjálfir aldrei líða undir lok,“ segir í færslunni. 

Hinsegin dagar áttu að fara fram með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Gleðigöngunni, sem er einn vinsælasti viðburður hátíðarinnar ár hvert, var til að mynda aflýst.