Viðburðir og skemmtanir á vegum Hinsegin daga munu falla niður vegna hertra sóttvarnarreglna. Hinsegin dagar áttu að fara fram dagana 4. til 9. ágúst. Ýmsir viðburðir áttu að fara fram víða um höfuðborgarsvæðið. Í færslu Hinsegin daga á Facebook segir að stefnt sé að því að einhverjir þessara viðburða verði sendir út á netinu og að aðrir verði á dagskrá síðar á árinu.