Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Trump vill fresta kosningum í haust

epa08571604 US President Donald J. Trump arrives for a press briefing in the Brady Press Briefing Room of the White House in Washington, DC, USA, on 28 July 2020.  EPA-EFE/Oliver Contreras / POOL
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki vilja svara hvort hann muni sætta sig við úrslit kosninganna. Mynd: EPA-EFE - Sipa USA Pool
Donald Trump Bandaríkjaforseti leggur til að kosningum sem fram eiga að fara þriðja nóvember verði frestað. Þetta kemur fram í færslu sem hann birti á Twitter í dag. Þar kemur fram að hann óttist að póstkosning bjóði upp á kosningasvik og ónákvæm úrslit. Því sé best að fresta kosningunum þar til fólk geti greitt atkvæði með gamla laginu.

Samkvæmt skoðanakönnunum að undanförnu á Trump á brattann að sækja í baráttunni við Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. Samkvæmt nýjustu könnunum nemur forskot Bidens í sveifluríkjunum svonefndu sex til tíu prósentustigum. Úrslitin í þeim ráða hver verður næsti forseti landsins.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV