Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Svandís: Tillögurnar taki gildi fljótt

Mynd: RÚV / Skjáskot
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi í Ráðherrabústaðnum. Þar er minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar til umræðu og tekin verður afstaða til þeirra. Sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra tillögurnar í gærkvöldi.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skoðað tillögurnar með hugsanlegt samþykki í huga og í samtali við Fréttastofu RÚV, skömmu fyrir fundinn, sagði hún að þær ættu að taka gildi fljótt.

Búast má við að tilkynnt verði um hugsanlegar breytingar á aðgerðum í kringum hádegið.