Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Samantekt: Hertar sóttvarnaaðgerðir kynntar

Mynd: RÚV / RÚV
Ríkisstjórnin og sóttvarnayfirvöld kynna breyttar sóttvarnaráðstafanir á fréttafundi klukkan 11 í dag. Boðað hefur verið til fundarins í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Hér að neðan má lesa helstu tíðindi af fundinum.

Ríkisstjórnin hefur fundað í morgun um tillögur sóttvarnalæknis. Alma Möller landlæknir hefur sagt að breytingar verði gerðar á samkomubanni og sóttvarnareglum og þær hertar vegna fjölda innanlandssmita sem greinst hafa síðustu daga.

Sýnt verður frá fundinum í beinni útsendingu hér á vefnum, í Sjónvarpinu og útvarpað frá honum á Rás 2. Hér að neðan má lesa helstu tíðindi af fundinum.