Ríkisstjórnin hefur fundað í morgun um tillögur sóttvarnalæknis. Alma Möller landlæknir hefur sagt að breytingar verði gerðar á samkomubanni og sóttvarnareglum og þær hertar vegna fjölda innanlandssmita sem greinst hafa síðustu daga.
Sýnt verður frá fundinum í beinni útsendingu hér á vefnum, í Sjónvarpinu og útvarpað frá honum á Rás 2. Hér að neðan má lesa helstu tíðindi af fundinum.