Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Lögregla sögð hafa fundið hulinn kjallara

30.07.2020 - 08:32
epa08572754 Police officers dig and search a garden plot in Hannover, northern Germany, 29 July 2020.  Police is working on the site in relation to the investigation of the Madeleine 'Maddie' McCann case. The English child disappeared on 03 May 2007, from a room where she slept with two twin brothers, in an apartment of a resort in Praia da Luz in the Algarve.  EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL
Lögreglumenn að störfum við húsið nærri Hannover. Mynd: EPA-EFE - EPA
Þýska lögreglan er sögð hafa fundið hulinn kjallara undir húsi nærri Hannover þar sem  maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann bjó um tíma.

Breska sjónvarpsstöðin Sky greinir frá þessu. Maðurinn, Christian Brückner, hafi búið þarna eftir að Madeleine McCann hvarf í Portúgal árið 2007. Þýska lögreglan telji hugsanlegt að hann hafi flutt hana með sér til Þýskalands.

Lögreglan verst allra fregna, en staðfestir að rannsóknin tengist hvarfi stúlkunnar.