Á sama tíma og hert er á samkomubanni á Íslandi hefur danska utanríkisráðuneytið losað um ferðahömlur. Dönum er nú óhætt að ferðast til allra héraða í Svíþjóð, en fram að þessu hefur ráðuneytið ráðið fólki frá því að fara til vissra staða í landinu nema nauðsyn beri til.