Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Dæmalaus efnahagssamdráttur í Bandaríkjunum

30.07.2020 - 16:22
A woman walks into a closing Gordmans store, Thursday, May 28, 2020, in St. Charles, Mo. Stage Stores, which owns Gordmans, is closing all its stores and has filed for Chapter 11 bankruptcy. (AP Photo/Jeff Roberson)
 Mynd: AP
Efnahagssamdrátturinn í Bandaríkjunum öðrum ársfjórðungi nam 32,9 prósentum. Hann hefur ekki orðið meiri frá því að skráning hófst árið 1947. Ástandið var þó lítið eitt betra en hagfræðingar höfðu reiknað með.

Samdrátturinn varð einkum vegna hruns í einkaneyslu. Hún dróst saman um 34,6 prósent samkvæmt upplýsingum sem þó á eftir að meta nánar, samkæmt frétt frá viðskiptaráðuneytinu í Washington.

Þá birti atvinnumálaráðuneytið í dag nýjustu upplýsingar um stöðuna á vinnumarkaði. Rúmlega 1,4 milljónir landsmanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku. Það eru tólf þúsundum fleiri en í vikunni á undan.

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist 11,6 prósent um þessar mundir. Það hefur aukist að undanförnu eftir að aðgerðir hafa verið hertar víða vegna þess að COVID-19 farsóttin færist frekar í aukana en hitt.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV