Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Búist við að ríkisstjórnin ræði hertar aðgerðir

Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 9 á eftir. Búist er við að þar verði ræddar tillögur sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir vegna faraldurs kórónuveirunnar. Alma Möller landlæknir sagði í samtali við Fréttastofu RÚV gær að hún teldi að herða ætti fjöldatakmarkanir.

Alma sagði ennfremur að hún teldi að koma ætti tveggja metra reglunni á að nýju og efla eftirlit við landamærin.

Í fyrradag greindust fjögur smit innanlands og þá voru virk smit á landinu orðin 28.